Á þeim 25 árum sem ég hef verið í fiskvinnslu hef ég lært þegar kemur að framleiðslu á fiskafurðum að bestu gæðin felist í handflökun, sem minnstri handfjötlun hráefnisins og sem minnsta áreitis frá vélum. Reynsla okkar í Hólmaskeri hefur sýnt okkur að sem mest vinna í höndum og eins lítið í vélum og kostur er skilar okkur bestu afurðunum og dregur einnig úr kolefnisfótspori okkar. Það eru einungis starfsmenn okkar sem handleika fiskinn sem við vinnum afurðir úr. Sjálfbærnin verður ávallt mikilvægari í samfélaginu okkar. Við erum því afar stolt af aukinni nýtingu okkar á afurðum sem og að hafa dregið úr orkunotkun og kolefnisfótspori með því að handvinna vörur okkar allt frá stofnun fyrirtækisins. Við hjá Hólmaskeri höfum haft þetta sjónarmið að leiðarljósi við framleiðslu afurða okkar frá stofnun
Fiskinn sem við vinnum veiða íslensk skip í landhelgi Íslands. Bróðurparturinn kemur frá skipum Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Þessi fiskur stenst allar ströngustu sjálfbærnikröfur í heiminum..
Við handflökum allan fisk og tryggjum þannig lágmarksálag á flökin í öllu framleiðsluferlinu. Lokaafurðin verður því af sem mestum mögulegum gæðum.
Með því að veiða fisk nærri löndunarhöfnum á Íslandi og með staðsetningu okkar svo nálægt Keflavíkurflugvelli einföldum við mjög og styttum aðfangakeðjuna.
Við hjá Hólmaskeri erum í samstarfi við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum til að tryggja stöðugt og áreiðanlegt framboð af fiski til okkar. Vinnslustöðin er leiðandi í sjávarútvegi á Íslandi, veiðir eingöngu íslenskan fisk og tryggir bæði sjálfbærar og rekjanlegar veiðar.